Hvar: Hlemmur - Setur skapandi greina
Hvenær: Miðvikudaginn 18. febrúar klukkan 18.30
Verð: Frítt
Í kynningu segir:
„Í Reykjavík hefur byggst upp ört stækkandi stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja og frumkvöðla með ýmsum auðlindum og úrræðum sem hægt er að sækja í til að auðvelda róðurinn. Hins vegar eru margir sem þekkja ekki til stuðningsumhverfsins, vita ekki hvaða úrræði eru til staðar né hvaða úrræði henta þeim.“
Á viðburðinum munu fulltrúar fjölbreyttra frumkvöðlafyrirtækja koma fram og bjóða upp á pallborðsumræður þar sem rætt verður um frumkvöðla- og stuðningsumhverfið og hvaða tækifæri eru til staðar.
Fyrir hverja?
Alla þá sem eru að stofna eða eru að hugsa um að stofna frumkvöðlafyrirtæki
Alla þá sem hafa áhuga á að hitta fjárfesta, stofnendur fyrirtækja og aðra stuðningsaðila
Alla þá sem vilja vita meira um stuðningsumhverfi frumkvöðlafyrirtækja
Hvernig er dagskráin?
Gestir spjalla saman og kynnast
Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur og stofnendur Tulipop, fjalla um og miðla sinni reynslu
Pallborðsumræður
Fyrirspurnir og umræður
Áframhaldandi umræður á öldurhúsi eða veitingastað.
Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn