Mynd fengin af facebook-síðu WE LIVE HERE. Tilraun til að kenna finnum íslensku.
WE LIVE HERE | samsýning íslenskra og finnskra hönnuða
Íslenskir og finnskir hönnuðir rugla saman reytum og hefja sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi, sem fer fram vikuna 1.-8. febrúar. Fyrstu helgina í febrúar var flutt inn í fallega íbúð við
Regeringsgatan 86, þar sem allt innbú samanstendur af framúrskarandi hönnunarmunum frá báðum þjóðum.
Í tilefni af flutningnum verður efnt til innflutningsteitis, miðvikudaginn 4. febrúar, en þar að auki verða ýmsir aðrir viðburðir í gangi í íbúðinni á meðan sýningunni stendur. Kynntu þér dagskrána
hér.
WE LIVE HERE er samstarfsverkefni kynningarmiðstöðva á sviði hönnunar
Design Forum Finland og
Iceland Design Centre í samstarfi við sænska fyrirtækið
Codesign og hefur það markmið veita breiða innsýn í finnska og íslenska hönnun, en hátt í 80 hönnuðir sýna verk á sýningunni.
Sýningastjórar og hönnuðir sýningarinnar eru
Elina Aalto, Marika Tesolin og
Hlin Helga Gudlaugsdóttir. Ásýnd og grafísk hönnun er eftir
Sigga Odds og listrænt samstarf og ráðgjöf er í höndum
Sanna Åkerlund Gebeyehu, frá Codesign.
Lestu meira á bloggi Hönnunarmiðstöðvar eða fylgstu með WE LIVE HERE á
Instagram og
Facebook.
Heimasíða WE LIVE HERE
„Sipp og hoj“ í Hönnunarsafninu í Stokkhólmi
Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, sýnir verkefnið sitt „Sipp og Hoj“ sem verður partur af sýningunni „Subjectivities“ á vegum Nationalmuseum Design í Stokkhólmi.
Sýningin er styrkt af ferðastyrk Summit sem veittur er ungum hönnuðum á Norðurlöndum, en Þórunn er
fyrsti styrkþeginn.
Bryndís Bolladóttir á Stockholm Furniture Fair
Bryndís Bolladóttir, textílhönnuður og listakona, tekur þátt í Stockholm Furniture Fair. Bryndís er á bás númer A03:40. Þar kynnir hún Kúlu, hljóðdemprandi ullar innsetningu sem kemur í veg fyrir endurkast hljóðbylgna og dregur úr glymjanda. Sjá fleiri verkefni á
www.bryndisbolladottir.is.
Dögg Guðmundsdóttir kynnir „Sweet and Sour“
Dögg Guðmundsdóttir, iðn- og vöruhönnuður, ásamt SE-Design félaginu tekur þátt í Stockholm Furniture Fair með sýningunni „Sweet and Sour“ sem einnig var sýnd í Kaupmannahöfn í nóvember 2014. Þar kynnir hún mublur sem unnar voru í samstarfi við One Collection og Frank Switzer. Básinn hennar Daggar er númer AG:50. Sjá fleiri verkefni á
doggdesign.com
Hring eftir Hring kynnir nýja línu
Hring eftir hring kynnir nýjustu línuna sína, Flugur, í Dahl Agenturer's Showroom. Einnig verður gestum og gangandi boðið upp á rabbabara líkjör frá kl. 12-17 dagana 3.-5. febrúar.
www.hring.is