Fréttir

30.1.2015

Íslensku lýsingarverðlaunin afhent í fyrsta sinn



Íslensku lýsingarverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn, föstudaginn 7. febrúar, við hátíðlega athöfn í Perlunni. Í kynningu segir:

„Ár ljóssins er hafið...Félagar í Ljóstæknifélag Íslands setja Perluna í annan búning með ljósinnsetningum og búa til skemmtilega umgjörð um Íslensku lýsingarverðlaunin. Þetta verður gaman að sjá og upplifa!“

Dagskrá er sem hér segir.
18:00 Formaður Ljóstæknifélags Íslands Halldór S. Steinsen býður gesti velkomna.
18:10 Light Works - Marcos Zotes segir okkur frá sínum ljósaverkum
18:30 Örn Guðmundsson formaður dómnefndar gerir grein fyrir störfum dómnefndar.
18:50 Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar og viðskiptaráðherra afhendir Íslensku lýsingarverðlaunin

Lampabúnaður er frá Jóhanni Ólafssyni & Co og Rafkaup.

Innsendar tillögur í Íslensku lýsingarverðlaunin verða til sýnis auk 60 ára afmælissýningar LFÍ

Ljúfir tónar frá Vigni Þór Stefánssyni og léttar veitingar í boði Ljóstæknifélags Íslands á meðan birgðir endast. Barinn á jarðhæðinni verður opinn þeim sem vilja.

Vakið er athygli á sérstöku tilboði frá veitingahúsi Perlunnar fyrir gesti Íslensku lýsingarverðlaunanna. Boðið er uppá þriggja rétta máltíð á Kr. 5.990. Við hvetjum gesti til að panta sér borð í S: 562 0200.

Auk þess verður kvikmyndin Iceland Aurora, sem gefin er út af hönnunarstofunni Borgarmynd, sýnd inn í Perlutanki í fyrsta skipti í fullri lengd. Sýningin er í boði S. Guðjónsson og Samtaka Iðnaðarins. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Iceland Aurora.



















Yfirlit



eldri fréttir