Laugardaginn 31. janúar kl.14.00 opnar sýningin LÍFRÆNT í Hannesarholti eftir Siggu Heimis.
Sýningin stendur yfir í febrúar og verður opin á opnunartíma Hannesarholts frá kl. 11-17.
Á sýningunni verða glerverk eftir Siggu Heimis sem unnin eru með CMOG (Corning Museum of Glass) sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Sigga hefur gert stór glerverk sem sýnd voru á einkasýningu hennar í Stokkhólmi fyrir ári hjá Designgalleriet. Hlutirnir eru gerðir til þess að vekja fólk til umhugsunar um líffæragjöf.
Á neðri hæð Hannesarholts verða sýndar teikningar eftir Ella Egilsson af líffærum,en hann er ungur listamaður sem hefur gert líffæri að myndefni sínu.
Einnig verða umræður um líffæragjafir þar sem líffæragjafar og líffæraþegar deila reynslu sinni á eftirfarandi dögum:
7.febrúar kl.14:00
14. febrúar kl.14:00
Málstofurnar verða á aðgengilegum nótum, þar sem fólki býðst að taka þátt, spyrja spurninga og fræðast um málefnið.
Aðstandendur vonast til að til þess að opna umræðu og varpa ljósi á heim líffæragjafar.