Fréttir

14.1.2015

Óska eftir tillögum að Bleiku slaufunni 2015


Mynd: Brandenburg, Bleika slaufan 2014 eftir Stefán Boga.

Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélag Íslands óska eftir tillögum að hönnun og útliti Bleiku slaufunnar 2015. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum, er þetta í fjórða sinn sem efnt er til samkeppni.

Í kynningu frá Krabbameinsfélaginu segir:

„Við teljum mikinn hag í því fyrir báða aðila að hönnun Bleiku slaufunnar sé í höndum íslenskra fagmanna. Sú hefð sem skapast hefur með samstarfinu og framleiðslu slaufunnar er einstök í heiminum, fjölmargir safna slaufinni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt út fyrir landsteina.“

Eftirfarandi kröfur eru gerðar til gullsmiðs:

Slaufan sé bleik að einhverju marki.
Auðvelt sé að sjá slaufu út úr laginu/forminu.
Slaufan henti sem barmnæla og hálsmen.
Tillögunni fylgi skýring á hugmyndinni.

Óskað er eftir að tillögurnar berist sem „prótótýpa“ og heiti höfundar sem dulnefni, en réttar upplýsingar um gullsmið fylgi með í lokuðu umslagi.

Í dómnefnd sitja Stefán Bogi Stefánsson, hönnuður bleiku slaufunnar 2014, Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagasins og Ólöf María Jóhannsdóttir markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins.

Síðasti skiladagur er 15.mars 2015. Tilkynnt verður um vinningshafann 30. mars 2015.

Sendist til:
Krabbameinsfélag Íslands
Bt.markaðsdeild merkt „Bleika slaufan 2015“
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
















Yfirlit



eldri fréttir