Frestur til að senda inn umsóknir um fyrstu úthlutun hönnunarsjóðs um ferðastyrk fyrir árið 2015 rennur út 3.febrúar.
Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum en sé gert ráð fyrir fleiri farþegum getur hvert verkefni hlotið fleiri en einn styrk.
Sem fyrr segir er þetta fyrsta umsóknarferlið af fjórum um ferðastyrki á þessu ári. Gera má ráð fyrir að um 10 styrkjum verði úthlutað að þessu sinni.
Um miðjan febrúar verður opnað fyrir umsóknir fyrir verkefna-, þróunar- og ferðastyrki fyrir árið 2015. Nánar auglýst síðar.
Smelltu hér til að sækja um ferðastyrk