Or Type opnar nýjan vef miðvikudaginn 21. janúar kl.20 í Mengi, Óðinsgötu 2.
Or Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands. Hún var formlega opnuð með sýningu á HönnunarMars 2013, en það eru Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse sem standa á bakvið útgáfuna. Or Type selur letur eingöngu í gegnum netið en heimasíðan var forrituð og unnin í samvinnu við
Owen Hoskins.
Í tilefni af opnunni er efnt til teitis í Mengi, í tilkynningu segir:
„Komið og prófið, spjallið, hlustið á ljúfa tóna í boði Dj Óla Dóra og njótið fljótandi veitinga.“
Hér má finna viðburðinn á
Facebook.
Or Type vakti mikla athygli á seinni hluta síðasta árs þar sem letur útgáfunnar voru notuð meðal annars í tímaritunum
New York Times Magazine, The Wire og í heildarútliti kvikmyndahátíðarinnar
Sundance.
www.ortype.is