Fréttir

19.1.2015

Opnunarhátíð Gulleggsins 2015


Verðlaunagripur Gulleggsins í fyrra eftir Elínu Brítu, vöruhönnuð.

Opnunarhátíð Gulleggsins 2015 fer fram í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 22. janúar og hefst kl.18:00. Tilkynnt verður um fjölda hugmynda en í fyrra bárust 377 hugmyndir og stóðu um 700 einstaklingar á bak við þær.

Georg Lúðvíksson
, framkvæmdarstjóri Meniga, segir frá þátttöku fyrirtækisins í Gullegginu 2009 og Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík mun formlega opna Gulleggið 2015.
Í kjölfarið verður Gulleggsglögg þar sem boðið er upp á léttar veitingar og spjall við ferska frumkvöðla.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig fyrir 20.janúar, skráning fer fram hér.
















Yfirlit



eldri fréttir