Sunnudaginn 18.janúar kl.14.00 munu gullsmiðirnir þorbergur Halldórsson og Ásmundur Kristjánsson ganga um yfirstandandi sýningar Hönnunarsafnsins í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns.
Í spjalli þeirra verður fjallað sérstaklega um smíði hinnar íslensku fálkaorðu og orðusafn frú
Vigdísar Finnbogadóttur skoðað, en
Þorbergur Halldórsson er fálkaorðusmiður okkar Íslendinga.
Ásmundur Kristjánsson mun fjalla um búningaskart og víravirki og segja frá smíði þess og verkefnum sem fyrirtæki hans Annríki, sinnir.
Báðir eiga þeir ný verk á sýningunni Prýði.
Sýningunni
Prýði lýkur 25.janúr.
Einnig er sýningin ERTU TILBÚIN FRÚ FORSETI? opin, en henni lýkur 22.febrúar.
Hönnunarsafnið er opið um helgina frá kl.12-17.