Nick Stillwell og Regas Woods notendur, ásamt Agli Egilssyni yfirhönnuði hjá Össuri fjalla um hönnun og vöruþróun stoðtækja frá Össuri.
Bandaríkjamennirnir
Nick Stillwell og
Regas Woods verða með erindi á fyrirlestraröð
Hönnunarmiðstöð Íslands, þriðjudaginn 20.janúar. Þeir eru báðir aflimaðir og þurfa að lifa með stoðtækjum, en síðustu ár hafa þeir unnið að vöruþróun með stoðtækjafyrirtækinu
Össuri. Þeim til fulltingis verður
Egill Egilsson, yfirhönnuður í þróunardeild Össurar og stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en hann kemur til með að varpa ljósi á vöruþróunarferlið og veita innsýn inn í starfsemi fyrirtækisins.
Þegar kemur að hönnun er sjónum oftar en ekki beint að fagurfræðilegum gildum, straumum og stefnum. Hinsvegar er hönnun mikilvægt tæki til þess að bæta líf fólks, hvort sem það snýst að líkamlegum hindrunum eða öðru. Margir þurfa að lifa með fötlun af völdum sjúkdóma eða aflimunar og er hlutverk Össur að gera fólki kleift að njóta sín til fulls með bestu stoð- og stuðningstækjum sem vör er á. Áratuga þróunarstarf hefur skapað mikla þekkingu og þá sér í lagi fyrir tilstilli einstaklinga eins og Nick og Regas.
Á fyrirlestrinum koma þeir til með að segja frá starfi sínu hjá Össuri, en báðir iðka þeir íþróttir af miklum móði og láta líkamlegar hindranir ekki standa í vegi fyrir sér. Einnig reka þeir saman samtökin „Never Say Never Foundation“ sem eru góðgerðasamtök fyrir aflimuð börn og fjölskyldur þeirra.
Össur er annar stærsti stoðtækjaframleiðandi í heimi og leiðandi í hönnun og framleiðslu stoðtækja, spelkna og stuðningsvara. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði.
Viðburðurinn á
Facebook.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Kaldalóni, sal Hörpu, tónlistar- og ráðstefnu húsi, þriðjudaginn 20.janúar kl. 20.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.