Fréttir

15.1.2015

SPARK sýnir íslenska hönnun í Berlín

Mynd: Borgarlandslag eftir Paolo Gianfrancesco

Spark kynnir í samstarfi við Íslenska sendiráðið í Berlín fjögur íslensk hönnunarverkefni í Felleshus í Berlín frá 30. janúar - 10. apríl.

Í kynningu frá Spark segir:
„Við vonumst til að heimsóknin verði kveikja að frekara samstarfi, samtali, vináttu og viðskiptatækifærum.“

Verkefnin eru:
Líffærafræði Leturs eftir Sigríði Rún
Skvís eftir  Sigga Eggertsson 
Borgarlandslag eftir Paolo Gianfrancesco
Prik eftir Brynjar Sigurðarson



Sýningin opnar fimmtudaginn 29. janúar kl.19.30 en auk þess munu þrír hönnuðir kynna verkefni sín sérstaklega fyrr um daginn, kl.17.30.

Heimilisfang:
Felleshus,
Nordische Botschaften,
Rauchstrasse 1,
10787 Berlin

Sýningin verður opin á virkum dögum frá kl.10.00 – 19.00 og um helgar 11.00 – 16.00.

Samstarfs- og styrktaraðilar sem koma að verkefninu eru eftirfarandi:
Minimum Einrichten Berlin
12 Tónar
CHEXX
Íslandsstofa
Media Planet
Never leave the clouds
Form Magazin
popmonitor
Hönnunarmiðstöð Íslands
WOWAir



















Yfirlit



eldri fréttir