Fréttir

12.1.2015

Hver verða trendin á nýju ári?


Mynd: Bobby Breiðholt

Hvaða trend verða ráðandi á árinu 2015? Leitast verður við að svara þessari spurningu ásamt fjölda annarra á ráðstefnunni ÍMARK spáin 2015 sem haldin verður fimmtudaginn 15. janúar næstkomandi.


Helstu atriði:
● Spáð og spekúlerað verður í helstu trendum ársins 2015 á ráðstefnu ÍMARK.
● Aðalfyrirlesari er einn helsti sérfræðingur heims í greiningu á trendum á mörkuðum, Daniel Levine.
● Hvernig geta fyrirtæki nýtt upplýsingar um trend á mörkuðum til að styrkja sig?
● Íslenskir hönnuðir úr mismunandi geirum segja frá helstu trendum í sínu fagi.

Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér nýjustu trendin?

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Daniel Levine, forstjóri Avant-Guide Institute og einn helsti sérfræðingur heims í að greina trend á mörkuðum. Í erindi sínu mun hann fjalla um hvernig rannsóknir Avant-Guide geta hjálpað fyrirtækjum að sjá fyrir hvaða trend verða ráðandi á markaðnum þannig að þau geti brugðist við þörfum viðskiptavina sinna og skapað sér ný tækifæri.

Í ögrandi og síbreytilegu viðskiptaumhverfi eru slíkar upplýsingar afar dýrmætar. Daniel mun sýna dæmi um fyrirtæki úr mismunandi geirum sem hagnast og blómstra með því að hlusta, fylgjast með og fræðast um það sem sem skiptir viðskiptavini þeirra máli. Þá mun hann fjalla um það hvernig fyrirtæki á Íslandi geta nýtt sér þessi sömu trend á auðveldan og frumlegan hátt til að ná athygli, auka sölu og styrkja vörumerki.


Daniel Levine, forstjóri Avant-Guide Institute, og einn helsti sérfræðingur heims í að greina trend á mörkuðum verður með erindi á ráðstefunni.

Daniel Levine og fyrirtæki hans Avant-Guide hefur veitt mörgum af stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf og aðstoð við að greina hvað er handan við hornið og nýta sér ný trend. Meðal þessara fyrirtækja eru MasterCard, Deutche Telekom, Samsonite, HBO og NBC. CNN hefur þetta að segja um Daniel Levine: „Levine is the ultimate guru of cool… he has a remarkable ability to distill trends to their essence and articulate them in a way we can all benefit from”

Hvar, hvenær og hverjir fleiri?

Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 15.janúar í sal Arion banka Borgartúni 19.
Húsið opnar kl. 8:30 en ráðstefnan hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 12:00.
Skráning fer fram á www.imark.is ~ Uppselt var á þessa ráðstefnu í fyrra.

Fundarstjóri verður Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, en hann mun einnig fara yfir helstu trendin í fjarskiptageiranum á Íslandi. Auk hans og Daniel Levine munu eftirfarandi fyrirlesarar flytja erindi á ráðstefnunni:

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, sem mun kynna hagspá Seðlabanka Íslands 2015/2016.
Dr. Þorlákur Karlsson, rannsóknarstjóri Maskínu, sem mun kynna niðurstöður íslenskrar rannsóknar byggðar á spá Daniels Levine.
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar, sem mun fjalla um nýjustu trendin í hönnun fyrir tímabilið 2015/2016.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Tíska.is, sem fjallar um nýjustu trendin í tísku fyrir tímabilið 2015/2016.
Halli Friðgeirs, innanhússarkitekt, sem fjallar um nýjustu trendin í innanhússhönnun fyrir tímabilið 2015/2016.

















Yfirlit



eldri fréttir