Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður, óskar sér Pyropet eftir Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuð.
Hvers óska íslenskir hönnuðir sér í jólagjöf frá hvor öðrum?
Hægt er að fylgjast með jóladagatali Hönnunarmiðstöðvarinnar á bloggsíðunni
blog.icelanddesign.is þar sem við biðjum vini okkar - hönnuði, arkitekta, sýningarstjóra og fleira einvala lið að svara spurningunni: „Hvaða íslenska hönnuð/arkitekt myndir þú velja til þess að gefa þér jólagjöf og hvað myndi það vera?’’ Sá útvaldi mun að endingu svara sömu spurningu og svo koll af kolli.
Nú þegar hafa 11 íslenskir hönnuðir tekið þátt í jóladagatalinu, þar á meðal Studio Granda, Snæfríð Þorsteinsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og nú síðast Þórunn Árnadóttir og Magnea Einarsdóttir.
Fylgist með á
blog.icelanddesign.is