Fréttir

12.12.2014

Íslensku lýsingarverðlaunin


Mynd: ljosfelag.is


Óskað er eftir tilnefningum í samkeppni um Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2014 sem verða veitt í fyrsta skipti og árlega héðan í frá.

Ljóstæknifélag Íslands kynnir nýjan lið í starfsemi félagsins sem eru Íslensku lýsingarverðlaunin og verða þau afhent í fyrsta skipti á ári ljóssins. Óskað er eftir tilnefningum í samkeppni um Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2014 sem verða veitt í fyrsta skipti og árlega héðan í frá. Með verðlaununum er vakin athygli á þætti góðrar lýsingahönnunar og lýsingalausna í byggðu umhverfi hvort heldur bygginga eða opinna svæða. Skilafrestur er til og með 5. janúar 2015 og verða úrslit keppninnar kynnt á Vetrarhátið Reykjavíkurborgar í febrúar 2015.

Innsendum verkum verður að hafa verið lokið á árunum 2013-2014. Verkefnin geta verið af ýmsum toga, t.d. innanhússlýsing, utanhússlýsing bygginga, lýsing opinna svæða, lóðalýsing o.s.frv. Tilnefningum skal skilað inn til lfi@ljosfelag.is í PDF formi þar sem sýndar eru myndir af lýsingunni ásamt upplýsingum um lýsingarhönnuð/i/arkitekt, eiganda/verkkaupa og verktaka. Tilnefningunni skal einnig fylgja texti um hugmyndafræði að baki lýsingunni og útskýringar á lausnum.

Meira um verðlaunin er að finna á síðum Ljósatæknifélags Íslands og Arkitektafélags Íslands.
















Yfirlit



eldri fréttir