Fréttir

8.12.2014

Hádegisleiðsögn | Ertu tilbúin frú forseti?





Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna „Ertu tilbúin frú forseti?“ á Hönnunarsafni Íslands á föstudaginn 12. desember kl 12.15. Á sýningunni er fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.
 
Áhersla verður lögð á „orðið í fötunum“ og hvernig við notum klæðnað til að tjá líðan eða jafnvel pólitískar skoðanir. Varpað verður fram spurningum og vangaveltum varðandi hvaða skilaboð er hægt að lesa úr klæðnaði Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta.

Á sýningu Hönnunarsafns Íslands, Ertu tilbúin frú forseti? sem opnuð var 6. febrúar síðastliðinn, er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Vigdís var fimmtug þegar hún var fyrst kvenna kjörin leiðtogi af þjóð sinni í lýðræðislegum kosningum. Frá fyrsta degi, og í þau 16 ár sem hún gegndi embætti forseta Íslands, var hún eftirsóttur þjóðhöfðingi og fyrirmynd. Nærveru hennar og þátttöku var óskað við fjölbreytileg tækifæri, ekki aðeins hér heima heldur víða um heim.

Viðburður á Facebook
















Yfirlit



eldri fréttir