Fréttir

11.12.2014

Orri Finn kynnir nýja skartgripalínu



Mynd: Saga Sig

Ný skartgripalína Orra Finn, Flétta, verður frumsýnd fimmtudaginn 11. desember í formi ljósmyndaseríu eftir Sögu Sigurðardóttur. Að sögn Helgu Guðrúnar Friðriksdóttur og Orra Finnbogasonar, sem eru teymið á bakvið Orra Finn, hafa fléttur fylgt mannfólki frá örófi alda og eru oftast tengdar minningum og varðveislu um kærleik eða sambönd. Skartgripir frá Orra Finn eru nú fáanlegir í einni verslun í Kaupmannahöfn og einni í Los Angeles.

Orri er útskrifaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík en sérhæfði sig í demantísetningu í New York, og Helga hefur unnið í hönnunargeiranum í mörg ár. Fyrirtæki þeirra, OrriFinn, hefur verið starfrækt síðan 2011 en þau hófu samstarf árið 2012.


Mynd: Saga Sig

Orri Finn á Facebook.
















Yfirlit



eldri fréttir