Sunnudaginn, 30. nóvember kl. 14.00 mun Halla Bogadóttir, fyrrverandi
formaður Félags íslenskra gullsmiða leiða spjall með Dóru Jónsdóttur og
Örnu Arnarsdóttur, gullsmiðum, en allar hafa þær gegnt formannsstöðu við
félagið.
Á sunnudaginn verður lögð áhersla á að segja frá félaginu og gildi þess
að halda afmælissýningar líkt og Prýði.
Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar
hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. Gullsmiðirnir
eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp
atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir
við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og
sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða
verslana.
Gullsmiðirnir sem gengið verður með að þessu sinni eru:
Dóra G.Jónsdóttir, í Gullkistunni, er heiðursfélagi Félags íslenskra
gullsmiða. Hún var fyrsti kvenformaður Félags íslenskra gullsmiða. Hún
hefur unnið mikið með búningasilfur og víravirki og er hafsjór af
fróðleik um íslenska gullsmíði.
Arna Arnarsdóttir er núverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða.
Safnið er opið um helgina frá kl. 12-17.
www.honnunarsafn.is