Sjö verkefni hlutu styrk úr Hönnunarsjóði Auroru sem fór fram þriðjudaginn 25. nóvember.
Hæstu fjárhæðina hlaut
Hildur Yeoman fatahönnuður, tvær milljónir króna. Hún fær styrk til „víðtækrar vöruþróunar og uppbyggingar eigin vörumerkis“ að því er segir í tilkynningu en Hildur hefur unnið mikið með flóru Íslands í vörumerki sínu ásamt ýmsum samstarfsaðilum.
Þá hlutu eina og hálfa milljón króna í styrk
Or Type, fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands,
Róró, sprotafyrirtæki sem stendur að baki brúðunnar Lúllu sem þróuð er með tilliti til þarfa fyrirbura, og fatamerkið
Jör by Guðmundur Jörundsson, sem fær styrk til hönnunar haustlínu og til kynningar erlendis.
Fatamerkið
Kron by kronkron hlaut eina milljón króna í styrk,
nýstofnað tímarit um hönnun og arkitektúr á vegum hönnunarfélaganna sem eiga Hönnunarmiðstöð Íslands hlaut 800.000 krónur og
Katla Maríudóttir, nýútskrifaður arkítekt, fékk 500.000 krónur til að aðlaga mastersverkefni sitt.
Hönnunarsjóður Auroru var stofnaður árið 2009 og þetta var tólfta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Hann hefur það að markmiði að „efla framgang og gildi góðrar hönnunar.“
Katla Maríudóttir, Hildur Yeoman, Eyrún Eggertssdóttir, Jóhann Geir Úlfarsson, Arnar Fells og Guðmundur Jörundsson við úthlutunina.
Mynd: Adriana Pachenco