Fréttir

25.11.2014

Reynslusögur frá RóRó og Blendin á mannamótum ÍMARK



Klak Innovit og ÍMARK standa saman að Mannamótum miðvikudaginn 26. nóvember. Mannamótin eru haldin mánaðarlega en hugmyndin með þeim er að skapa vettvang þar sem fólk úr íslensku viðskiptaumhverfi hittist til að spjalla saman í þægilegu og óformlegu umhverfi. Á næstu mannamótum munu fulltrúar frá Blendin-appinu og Róró vera með erindi. Viðburðurinn er haldinn á KEX og hefst kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Gestir mannamóta 26. nóvember eru annars vegar; Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi RóRó, og Sólveig Gunnarsdóttir, markaðsstjóri. Þær koma til með að kynna Lulla doll, sem er mjúk tuskudúkka, með sérstaka ofnæmisprófaða fyllingu inn í sér og tæki sem að spilar upptöku af andardrætti og hjartslætti. Dúkka sem líkir eftir nærveru foreldra. Og hins vegar; Ásgeir Vísir, frá Blendin, sem mun fjalla um „growth hacking" - hvað það er og hvers vegna það er orðinn mikilvægur hluti af markaðssetningu.


Eyrún og Sólveig frá frá RóRó


Ásgeir Vísir frá Blendin

Það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Þau samstarfssamtök er koma að Mannamótum eru; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.

Hvar: Á Kexinu
Hvenær: miðvikudaginn 26. nóvember
Klukkan: 17

ÓKEYPIS AÐGANGUR OG ALLIR VELKOMNIR!
















Yfirlit



eldri fréttir