Fréttir

21.11.2014

Opið fyrir umsóknir í Reykjavik Fashion Festival



Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Reykjavík Fashion Festival N°6. Hátíðin verður haldin samhliða HönnunarMars dagana 12. til 15. mars 2015 í Silfurberg, Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 24. nóvember.

Reykjavík Fashion Festival hentar einkar vel þeim hönnuðum sem hafa áhuga á að sýna „ready-to-wear” línur sínar á sýningarpöllum (runway) fyrir yfir 650 áhorfendur. Eins og undanfarin ár býður Reykjavík Fashion Festival fjölda innlendra og erlendra blaðamanna, ritstjóra og öðru fagfólki að koma á hátíðina. 


Mynd frá RFF 2014 - Image Agency by Thilo Ross.

Fyrsta Reykjavik Fashion Festival hátíðin var haldin í marsmánuði árið 2010 og hefur hún verið haldin árlega síðan. Hátt í 180 manns taka þátt í undirbúningi RFF ár hvert og stendur undirbúningurinn yfir í sex mánuði. RFF hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt og verið frábær vettvangur fyrir hæfileikaríka íslenska fatahönnuði og má segja að hún hafi fest sig í sessi sem ein af aðalhátíðum Reykjavíkur.

Hátíðin verður haldin í sjötta sinn í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu samhliða HönnunarMars dagana 12.-15. mars 2015. Fjöldi íslenskra fyrirtækja og aðdáenda íslenskrar hönnunar sækja Reykjavík Fashion Festival en einnig verður 40-60 erlendum fagaðilum úr tískuiðnaðinum boðið á hátíðina.

Hér má nálgast umsóknareyðublað Reykjavik Fashion Festival sem verður aðgengilegt til miðnættis 24. nóvember en þá rennur fresturinn út. Öllum umsóknum verður svarað með tölvupósti fyrir 12. desember.

Umsókn á heimasiðu RFF
RFF á Facebook
RFF á Instagram
















Yfirlit



eldri fréttir