Fréttir

18.11.2014

Síðasta úthlutun hönnunarsjóðs 2014



Hönnunarsjóður auglýsti í fjórða sinn í ár eftir umsóknum um ferðastyrk í september sl. og lauk umsóknarfresti 1. nóvember. Fjölmargar góða umsóknir vegna áhugaverðra verkefna bárust, en að þessu sinni styrkir sjóðurinn 6 verkefni um 9 ferðastyrki að upphæð 900.000 kr.

Eftirtaldir aðilar/ hópar hlutu ferðastyrk í fjórðu og síðustu úthlutun hönnunarsjóðs 2014:

Gagarín

Kron by KronKron

Thora Finnsdóttir Søe

As We Grow ehf.

Scintilla

Guðný Hafsteins

Hönnunarsjóður þakkar fyrir sig árið 2014 og vekur athygli á að um miðjan desember verður auglýst hvenær það verður aftur opnað fyrir umsóknir og hvernig fyrirkomulagið verður á næsta ári.
















Yfirlit



eldri fréttir