Fréttir

17.11.2014

Ferli vöruþróunar á nýsköpunarhádegi Klak Innovit



Ferli vöruþróunar verður tekið fyrir á nýsköpunarhádegi Klak Innovit þriðjudaginn 18. nóvember frá kl. 12:00 - 13:00 í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Nýherja, haldin reglulega á þriðjudögum í vetur. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi. Að þessu sinni er umfjöllunarefni Nýsköpunarhádegisins vöruþróun.

Á hverju ári er fjöldi nýrra vara og þjónustu er kynnt á markað um allan heim. Að baki markaðssetningunni er oft veigamikið ferli rannsókna og þróunar sem miðar að því að greiða fyrir árangri og fótfestu umræddra vara og þjónustu á markaði.
 
Ingimar Guðjón Bjarnason
framkvæmdastjóri Applicon mun opna hádegið og segja frá vöruþróun innan fyrirtækisins. Einnig verða þau Jón Grétar Guðjónsson ráðgjafi hjá Coremotif, Eyrún Eggertsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi Róró og Egill Egilsson yfirhönnuður í þróunardeild Össurar, stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar Íslands með erindi sem varpa ljósi á vöruþróunarferli á mismunandi stigum, í stórum fyrirtækjum sem og litlum sprotafyrirtækjum.



klakinnovit.is

















Yfirlit



eldri fréttir