Fréttir

10.11.2014

Hönnuðir hittast í Gym&Tonic



Miðvikudaginn þann 12. nóvember nk. munu Hönnuðir hittast á ný. Þetta er annar fundurinn sem haldinn er í vetur en að þessu sinni verður fjallað um það hvað gerir góða sýningu góða. Fundurinn hefst kl. 17.15 og er haldinn í Gym&Tonic salnum á Kex Hostel, Skúlagötu 28.

Fundirnir Hönnuðir hittast eru haldnir reglulega í aðdraganda HönnunarMars og snúast um sitthvað hagnýtt sem tengist hátíðinni. Einnig er fundunum ætlað að taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni í víðara samhengi. Dagskrá fundarins þann 12. nóvember er svohljóðandi:

Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður (og fagstjóri hjá LHÍ); Talar út frá eigin reynslu í uppsetningu sýninga, fer yfir hagnýtan undirbúning og gefur góð ráð.

Marcos Zotes, arkitekt; "Public art in urban spaces”. Skástrikið á milli arkítekts og listamanns.

Anna Clausen, stílisti; Tekur fyrir fyrirtaks sýningar tengdar tísku- og fatahönnun. Fer yfir hvað það er sem gerir þær framúrskarandi.

Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, Brynhildur Pálsdóttir, vöruhönnuður, Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson, grafískir hönnuðir, eru gengið á bak sýninguna Lífið í Vatsnmýrinni. Þverfaglegt samstarfi og sýningarhönnun er þemað í þessari frásögn.

Einnig verður starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar á staðnum til að svara spurningum um HönnunarMars og þátttöku í hátíðinni. Sjáumst!

Vertu með í Hönnuðir hittast hópnum á facebook.
Hér má finna viðburðinn á facebook.

Nánar um Hönnuðir hittast hér.
















Yfirlit



eldri fréttir