Fatahönnunarfélag Íslands mun halda sína árlegu Uppskeruhátíð föstudaginn 21. nóvember kl.17. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og er markmið hennar að efla samheldni innan fagsins og skapa vettvang fyrir faglega umræðu.
Í ár er áhersla lögð á uppbyggingu tískufyrirtækja á Norrænum slóðum. Hinn sænski
Roland Hjort, yfirhönnuður og eigandi fatamerkisins WHYRED, mun deila sinni miklu reynslu en fyrirtækið fagnar 15 ára starfsafmæli sínu í ár. Hin færeyska
Barbara Í Gongini segir sína sögu af stofnun og rekstri tískufyrirtækis á Norrænum slóðum. Einnig munu forsvarsmenn
Nordic Fashion Association kynna þau verkefni og þjónustu sem samtökin hafa upp á að bjóða.
Hátíðin verður haldin á Hannesarholti á Grundarstígi 10 í miðbæ Reykjavíkur.
Fyrirlestrar hefjast í fyrirlestrarsalnum um kl. 17 en að þeim loknum verður kvöldverður og veisla fram eftir kvöldi.
Allir velkomnir!
Verð (matur og drykkur innifalinn)
Félagsmenn (sem greitt hafa félagsgjald 2014 eða fengu inngöngu 2014): 1000 kr.
Fatahönnunarnemar LHÍ: 2600 kr.
Almennt verð: 4300 kr.
Takmarkaður fjöldi miða í boði, frestur til að kaupa miða er til og með 18. nóvember, en ekki verður hægt að greiða við inngang. Ástæða þess er sú að nauðsynlegt er að vita nákvæman fjölda gesta í kvöldmat.
Hægt er að kaupa miða fyrirfram með því að greiða inná reikning félagsins:
101-26-062410 kt: 641001-2950.
Miðinn verður settur á nafn greiðanda nema annað komi fram.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra hátíðarinnar, Sif Baldursdóttur,
info@kyrja.com eða formanni FÍ, Laufeyju Jónsdóttur,
laufeyja@gmail.com.