Fréttir

5.11.2014

Gengið með gullsmiðum



Næstkomandi sunnudag, 9. nóvember kl.14.00 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands leiða spjall með nokkrum af þeim gullsmiðjum sem eiga verk á afmælissýningu Félags Íslenskra gullsmiða, Prýði, sem unnin er í samstarfi við safnið.

Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana.

Gullsmiðirnir sem gengið verður með að þessu sinni eru:

Sigurður G. Steinþórsson (1947) sem er nýkjörinn heiðursfélagi Félags íslenskra gullsmiða og á langa sögu í smíði margs konar hluta, skartgripa sem og hluta sem prýða heimili.

Erling Jóhannesson (1963) hefur skapað sér sérstakan sess í smíðinni og fer ótroðnar slóðir í sinni sköpun.

Orri Finnbogason (1974) og Helga G. Friðriksdóttir (1981) eru með skartgripamerkið Orri Finn og hafa hannað saman undir því nafni frá árinu 2012. Áður hafa þau gefið út skartgripalínurnar Akkeri og Scarab.

Safnið er opið um helgina frá kl.12 - 17.

Hönnunarsafn Íslands
















Yfirlit



eldri fréttir