Fréttir

5.11.2014

Taktu þátt í jóla-hönnunarmarkaði PopUp í Hafnarhúsinu



Umsóknir fyrir hina árlegu jóla-hönnunarmarkaði PopUp Verzlunar eru nú opnar og í fullum gangi. Markaðirnir verða tveir og haldnir í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, dagana 14 - 15 nóv og 6 - 7 des 2014. Opnunartími verður frá 11:00 - 17:00.

Athugið að fjöldi þáttakenda er takmarkaður, betra er því að bregðast skjótt við til að tryggja sér þátttöku. Hægt er að sækja um aðra helgina eða báðar. Öllum umsóknum verður svarað.

Með umsókn þarf að fylgja mynd eða hlekkur á nýjar vörur, fullt nafn hönnuðar, símanúmer og netfang.

Fyrir frekari upplýsingar og/eða umsókn skal senda póst á popup.verzlun@gmail.com.

Hvað er PopUp Verzlun?

PopUp er farandsverzlun stofnuð sem vettvangur fyrir hönnuði til að selja og kynna sínar vörur. Verzlunin leggur ríka áheyrslu á grasrót og að sýna það besta frá öllum sviðum hönnunar. Sameiginlegur avinningur af velgengni hönnuða er drifkraftur PopUp. PopUp Verzlunin býr sér til nýtt heimili á nýjum stað í markaðsformi hvert sinn sem hún opnar dyr sínar með nýrri samsetningu hönnuða og vörumerkja. Verzlunin er því aldrei með sama sniði og mótar sig að hverjum stað, hverju sinni.

PopUp Verzlun á facebook

















Yfirlit



eldri fréttir