Fréttir

5.11.2014

Lífleg útgáfa um arkitektúr og skipulag



Arkitektafélag Íslands stendur fyrir sérstakri útgáfukynningu miðvikudaginn 5. nóvember kl. 16:00 - 18:00, í Hannesarholti við Grundarstíg 10 í Reykjavík. Í tilkynningu frá félaginu segir:

 „Það er bæði ánægjulegt og óvenjulegt í senn hvað nú virðist hlaupinn mikill vöxtur í útgáfustarfsemi tengda arktitektúr og skipulagsmálum. Nú bregður svo við að út kemur mikill fjöldi bóka um þessi mikilvægu mál. Margar eru þær glæsilegar og mikilvægt framlag til sögu íslenskrar byggingarlistar og skipulags. Fram að þessu hefur hver ein bók í þessum málaflokki þótt sérstökum tíðindum sæta og oft líður langur tími milli þess að út komi slíkar bækur.“

Að kynningunni koma nokkrir höfundur og útgefendur bókanna, en þær bækur sem hafa komið út eða eru væntanlegar á dögunum eru eftirfarandi:

Útgefið

Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ólafsson og verk hans | Höfundur: Björn G. Björnsson | Útgefandi: Salka ehf.

Scarcity in Excess - The built environment and the economic crisis in Iceland
/ „Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“ | Apríl arkítektar áttu hugmynd að bókinni, Arna Mathiesen er aðal ritstjóri en liðlega 70 manns eiga efni í bókinni.

Ritröð vistmenntar og Arkitektafélags Íslands
; um vistvænar áherslur í byggðu umhverfi ( 3 rit hafa þegar komið út og eitt til viðbótar er væntanlegt).

Gunnlaugur Halldórsson
, arkitekt | Höfundur: Pétur H. Ármannsson | Útgefandi | Hið íslenska bókmenntafélag.

Borgir og borgarskipulag
| Höfundur: Dr. Bjarni Reynarsson | Útgefandi: Skrudda

Sænsk bók um Pálmar Kristmundsson
, arkitekt | Ritstjórn:Julie Cirelli og Daniel Golling | Útgefandi: Arvinius & Orfeus.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030
| Höfundur: Haraldur Sigurðsson o.fl. | Útgefandi: Crymogea.

5. og 6. bindi af Eyðibýli á Íslandi - Rannsókn á eyðibýlum og yfirgefnum húsum
| Höfundar: Sigbjörn Kjartansson og Gísli Sverrir Árnason | Útgáfa: Eyðibýli – áhugamannafélag.

Væntanlegt

Reykjavík sem ekki varð | Höfundar: Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg | Útgefandi: Crymogea.

23. bindi af Kirkjur Íslands
, helgað friðuðum kirkjum í Skaftafellsprófastsdæmi | Ritstjórn: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason | Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.

Bók um híbýlafræðinginn Kristínu Guðmundsdóttur | Höfundur: Halldóra Arnardóttir.

Tímarit um hönnun og arkitektúr
| Ritstjóri: Arnar Fells | Útgefandi: Hönnunarmiðstöð Íslands og aðildarfélög.


Boðið verður upp á léttar veitingar, allir velkomnir!
















Yfirlit



eldri fréttir