Nú fer hver að vera síðastur að sækja um ferðastyrk til hönnunarsjóðs, en opið er fyrir umsóknir til 1. nóvember. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 kr.
Ef um fleiri en einn farþega er að ræða, í tilteknu verkefni, er hægt að sækja um fyrir alla farþegana í einni umsókn og nemur þá styrkupphæðin 100.000 kr. á hvern farþega, hljóti umsóknin brautargengi.
Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast á vefsíðu sjóðsins,
sjodur.honnunarmidstod.is
Þetta er fjórða og síðasta úthlutun á árinu 2014 og að þessu sinni er einungis opið fyrir umsóknir um ferðastyrki. Síðar á árinu verður auglýst eftir umsóknum um almenna styrki hönnunarsjóðs á næsta ári.