Fréttir

27.10.2014

JÖR og KronKron á Mannamótum ÍMARK


Myndir: Saga Sig

Á Mannamótum ÍMARK miðvikudaginn 29. október verður sjónum beint að tískufyrirtækjunum KronKron og JÖR. Mannamót ÍMARK eru haldin mánaðarlega en hugmyndin með þeim er að skapa vettvang þar sem fólk úr íslensku viðskiptaumhverfi hittist til að spjalla saman í þægilegu og óformlegu umhverfi. Viðburðurinn er haldinn á KEX og hefst kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Gestir fundarins eru þau Guðmundur Jörundsson, stofnandi og aðalhönnuður JÖR, ásamt Gunnari Erni Petersen, framkvæmdastjóra JÖR, og Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir, hönnuðir og eigendur Kron by KronKron.

Guðmundur og Gunnar Örn koma til með að fjalla um merkið JÖR, uppbyggingu og framtíð þess.


Guðmundur Jörundsson, hjá JÖR

Magni og Hugrún fjalla um sögu KronKron, uppbyggingu merkisins hér heima og erlendis og mikilvægi þess að muna eftir að fylgja hjartanu.


Magni Þorsteinsson hjá KronKron

Hvenær: Miðvikudaginn 29.október
Hvar: KEX, Skúlagötu 28
Klukkan 17 - 18.30

Það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Þau samstarfssamtök er koma að Mannamótum eru; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.


www.imark.is
















Yfirlit



eldri fréttir