Fréttir

16.10.2014

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni um jafnlaunamerki



Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju jafnlaunamerki. Hægt var að senda fyrirspurnir fyrir 14. október, en nú er sá frestur liðinn.


Fyrirspurn 1: Varðandi Jafnlaunamerkið þá er ekki alveg á hreinu í pósti á hönnunarmiðstöð hver titillinn á að vera. Er það Jafnlaunastaðall eða er það Jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012 ?
Svar: Textinn „jafnlaunamerki“ þarf ekki að fylgja merkinu - eða vera partur af því - en gera þarf ráð fyrir að slíkum texta verði bætt við, og þá á mismunandi tungumálum.

Fyrirspurn 2: Hvaða nafn eða texti skal standa með merkinu, ef þá nokkur?
Svar: Sjá svar við spurningu eitt.

Fyrirspurn 3: Er ekki ætlast til að logoið sé stutt letruðum upplýsingum, þ.e. nafni?
Svar: Sjá svar við spurningu eitt.

Samkeppnin er opin öllum en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.
















Yfirlit



eldri fréttir