Hönnunarfyrirtækið Tulipop stækkar við sig og leitar því að verkefnastjóra í fullt starf til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði vöruframleiðslu. Starfið felur í sér umsjón með verkefnum á sviði framleiðslu hönnunarvara og markaðsvara, sem unnin er í nánu samstarfi við hönnuði Tulipop, samskipti við alþjóðlega framleiðendur og viðskiptavini.
Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og úrræðagóðum einstakling, sem hefur gott auga fyrir fallegri hönnun og áhuga á að vinna við krefjandi og skapandi verkefni í vaxandi fyrirtæki. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé nákvæmur, með frábæra skipulagshæfileika, sé góður í mannlegum samskiptum og njóti þess að starfa sjálfstætt.
Hæfniskröfur
▪Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskiptafræði eða verkfræði
▪Reynsla af sölumálum og þjónustu við viðskiptavini er kostur
▪Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
▪Kunnátta á Excel er nauðsynleg
▪Reynsla í notkun bókhaldskerfa er kostur
▪Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg
Umsóknir, ferilskrá og annað berist á
job@tulipop.com fyrir 26. október 2014. Nánari upplýsingar á heimasíðu
Tulipop.