Næsta sumar stendur til að halda hönnunarsýningu í Síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum, þar sem áherslan verður á hönnun úr rekaviði. Kallað er eftir áhugaverðri og nýlegri hönnun þar sem viðurinn er notaður.
Sýningarstjórar eru þær Dóra Hansen og Elísabet V. Ingvarsdóttir, en þær óska eftir að komast í samband við hönnuði sem vinna með rekavið í hönnun sinni. Allar ábendingar eru vel þegnar en hægt er að nálgast nánari upplýsingar með því að senda póst á netföngin:
dorah@eitta.is og
elisabet.v.ingvarsd@gmail.com
Verkefnið/ sýningin er styrkt af Hönnunarsjóði og er unnið í samvinnu við heimamenn á Djúpavík og nágrenni.