Garðar Eyjólfsson, vöruhönnuður, er meðal þátttakanda í Burst Open, alþjóðlegri samsýningu, sem haldin er í Brisbane, Ástralíu. Þar vinna þátttakendur undir formerkjum „Open design,“ sem er sístækkandi hugtak í hönnunarheiminum. Þýðir að hönnuðir deila öllum verkferlum, gögnum og aðferðum á opnum vefrænum vettvangi.
Garðar sótti sér innblástur í bókina
Autoprogettazione sem ítalski hönnuðurinn Enzo Mari, einnig þekktur sem „the godfather of open design“ gaf út í lok áttunda áratugsins. Sú bók er svokallað DYI leiðbeiningarrit, en með útgáfu þess gerðist hann sá fyrsti til að selja teikningar af hönnun í staðin fyrir efnislegan hönnunarhlut.
Ferlið hófst á að þátttakendur velja sér einn þekktan hlut til að vinna með, og finna þeim nýjan farveg. Garðar valdi sér bendla (e.zip-tie). Út frá því hannaði hann lampa þar sem hönnun ræðst eingöngu af ferlinu. Lampinn er ekki tilbúinn sem slíkur, enda ekki aðal áherslan lögð á lokaafurð. Áhersla er lögð á baksöguna og verkferlana.
Hér má sjá myndband við gerð lampans.
Open source er ákveðin leið hönnuða til þess að halda í við hnattræna þróun og mæta framúrstefnulegum tækninýjungum á borð við þrívíddarprentara. Með því að hanna undir formerkjum Open Soruce selja hönnuðir vefræn skjöl í stað efnislegra hluta.
Garðar nálgast verk sín út frá samhengi, efni og verkferlum með sérstaka
áherslu á orku og umbreytingu efnis. Hann útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Central Saint Martins árið 2009, en síðan þá hefur hann unnið og stundað nám í London, Eindhoven og Reykjavík. Í dag er hann lektor og fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands, en sem fagstjóri leiðbeindi hann
útskriftarárgangi vöruhönnuða frá Listaháskóla Íslands 2014, og bar sú
sýning sterkan keim af þessari þróun.
Burst Open opnaði laugardaginn 6. október og stendur til 24. desember.
Nánari upplýsingar hér:
www.facebook.com/burstopen
www.burstopen.org