Nýsköpunarmiðstöð Íslands og KreaNord Investor í samstarfi við Creative Business Cup og Enterprice Europe Network bjóða til morgunfundar um fjárfestingar í skapandi greinum.
Emilía Borgþórsdóttir vöruhönnuður mun gefa innsýn í íslenskt skapandi viðskiptaumhverfi, Rasmus Wiinstedt Tscherning mun kynna KreaNord Investor og Creative Business Cup og Javier Echarri fjárfestir mun ræða fjárfestingar og skapandi greinar ásamt því að stjórna umræðum á milli fjárfesta og hönnuða.
Markmið fundarins er að koma af stað umræðu um hvernig má brúa bilið milli skapandi greina og fjárfesta.
Fundurinn fer fram í Norræna húsinu, 17. október frá klukkan 9:00 til 11:00.
Skráning á fundinn
Nánari upplýsingar