Fréttir

1.10.2014

Opnar vinnustofur og fyrirlestrar í vetur



Annan hvern miðvikudag í haust og vetur verða haldnar opnar vinnustofur og fyrirlestrar á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Markmiðið er að vera með líflega og fræðandi viðburði með áherslu á skapandi umhverfi og skapandi viðskiptahætti.

Hver vinnustofa hefur sitt þema og munu þátttakendur öðlast þekkingu á hinum ýmsu tólum og tækjum til áætlunargerðar og fá ráð og innblástur frá reynsluboltum úr atvinnulífinu. Að viðburði loknum stendur til boða áframhaldandi handleiðsla hjá verkefnastjórum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Vinnustofurnar eru öllum þátttakendum opnar, en þó er takmarkaður sætafjöldi og því nauðsynlegt að skrá sig hér.

Vinnustofurnar og fyrirlestrarnir munu fara fram á Setri skapandi greina á Hlemmi.

Í fyrstu opnu vinnustofu vetrarins, sem haldin er miðvikudaginn 1. október frá kl. 16-18, verður fjallað um hvernig má vinna með viðskiptahugmyndir með aðferðafræði Business Model Canvas. Kynntar verða einfaldar aðferðir til að aðstoða frumkvöðla við að móta hugmyndir sínar með notkun líkansins.

Nánari upplýsingar má finna heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar.
















Yfirlit



eldri fréttir