Fréttir

29.9.2014

Hönnuðir hittast í happy



Þá er komið að fyrsta fundi Hönnuðir hittast í vetur, haldinn föstudaginn 3. október. Hönnuðir hittast eru opnir fræðslu- og spjallfundir sem Hönnunarmiðstöð hefur staðið fyrir í aðdraganda HönnunarMars síðustu þrjú ár. Í vetur verða fundirnir fjórir og mun sá fyrsti fara fram á leynibarnum í risi hins fornfræga Einars Ben, Veltusundi 1, frá kl. 17:15- 18:30.

Á fundinum hittum við Söru Jónssdóttur, nýjan verkefnastjóra HönnunarMars og Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, fundarstjóra DesignTalks. Farið verður yfir umgjörð hátíðarinnar almennt og hvernig fyrirkomulagi hennar er háttar.

Auk þess verða áhugaverðir gestir, hönnuðir frá Finnlandi og Svíþjóð, sem koma til með að miðla reynslu sinni og veita smá „Inspiraatio.“ Þeir eru:

Sanna Gebeyehu
Elina Aalto & Marika Tesolin, FROM
Tanja Sipilä

Allar hafa þær víðtæka reynslu í hönnunarheiminum og því mikill ávinningur að heyra hvað þær hafa fram að færa.

Verið með í Hönnuðir hittast hópnum á Facebook, hann finnið þið hér.
Hér má finna viðburðinn á Facebook.

Tilboð verður á barnum, stór bjór á 500 kr. og vínglas á 800 kr.

Hittumst í happy!


Um Hönnuðir hittast

Hönnunarmiðstöð stendur fyrir opnum fræðslu- og spjallfundum fjórða veturinn í röð. Fundirnir snúast að miklu leyti um HönnunarMars og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni. En einnig er fundunum ætlað að taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni í viðara samhengi. Starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar og góðir gestir úr hönnunarsamfélaginu taka til máls.



Fundirnir eru upplagðir ef:

    Þú hefur áhuga á því að vera með viðburð á HönnunarMars 2015
    Þú vilt fá hagnýtar upplýsingar um þátttöku á HönnunarMars 2015
    Þig langar til að nýta þau tækifæri til fullnustu sem HönnunarMars getur gefið þér
    Þú vilt tengast fólki í hönnunargeiranum og/eða bæta tengslanet þitt enn betur

Í vetur verða fundirnir fjórir talsins, dagskráin er svohljóðandi:

Föstudagurinn 3. október | Vertíð hefst
Fimmtudagurinn 13. nóvember | Þátttaka á erlendum hönnunarhátíðum
Fimmtudagurinn 8. Januar | Þátttaka í kaupstefnunni DesignMatch & markaðssetning verkefna
Fimmtudagurinn 29. janúar | Samskipti við fjölmiðla
















Yfirlit



eldri fréttir