Fréttir

6.10.2014

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki



Hönnunarsjóður auglýsti í þriðja sinn í ár eftir umsóknum um ferðastyrk í ágúst sl. og lauk umsóknarfresti 1. september. 33 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 46 ferðastyrki. Í þriðju úthlutun voru alls veittir 11 ferðastyrkir til 9 verkefna. Nú hefur aftur verið opnað fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs, en þetta er jafnframt fjórða og síðasta úthlutun á árinu 2014. Hægt verður að sækja um í þessari atrennu til 1. nóvember. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 kr.


Ef um fleiri en einn farþega er að ræða, í tilteknu verkefni, er hægt að sækja um fyrir alla farþegana í einni umsókn og nemur þá styrkupphæðin 100.000 kr. á hvern farþega, hljóti umsóknin brautargengi.

Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast á vefsíðu sjóðsins, sjodur.honnunarmidstod.is

Athygli skal vakin að síðar á árinu verður auglýst eftir umsóknum um almenna styrki hönnunarsjóðs á næsta ári, en að þessu sinni er einungis opið fyrir umsóknir um ferðastyrki.


Eftirtaldir aðilar/ hópar hlutu ferðastyrk að upphæð 100.000 kr. í þriðju úthlutun hönnunarsjóðs.

Aníta Hirleklar
As Wr Grow ehf.
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Gestur Ólafsson
Helga Björg Kjerúlf
Magnús Albert Jensson.
Mulier
Steinþór Kári Kárason

















Yfirlit



eldri fréttir