Fréttir

19.9.2014

Fyrirlestraröð | Hönnun & Hráefni, saman í eina skál



Í ár kynnir Hönnunarmiðstöð Íslands fyrirlestraröð í samstarfi við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús sem haldnir verða á þriðjudögum kl. 20:00, mánaðarlega í vetur.
Fyrsti fyrirlestur vetrarins er haldinn þriðjudaginn 23. september. Þar mætast hönnuðir og frumkvöðlar í matvæla- og sælgætisgerð en yfirskrift fyrirlestursins er „Hönnun og hráefni, saman í eina skál“.


Mikil hreyfing hefur verið á Íslandi í að nálgast mat á annan hátt og vægi hönnunar aukist þar til muna. Þá hafa viðburðir eins og KRÁS götumarkaður og Reykjavík Restaurant Day slegið í gegn og upplifunin sem slík í hávegum höfð. Á fyrsta fyrirlestri vetrarins mætast þrjú frumkvöðlateymi, veita innsýn inn í sinn heim og ræða mikilvægi hönnunar í mat.

Omnom - Frá baun í bita  

Fyrirtæki sem selur íslenskt gæðasúkkulaði. Leggur mikið upp úr hönnun og framsetningu og eru með gæðavöru á markað sem hefur verið nostrað við á alla vegu. Nýkomnir á markað, en hafa á mjög stuttum tíma tekist að fóta sig á íslenskum markaði.

Crowbar - Kribbukrásir
Nýstárleg vara úr áður óþekktum hráefnum. Eru að feta sín fyrstu skref á markaði með vöru sem er ekki allra. Aðalástæðan er hráefnið, sem eru skordýr – nánar tiltekið kribbur.

Order to Effect – Hið óvænta

Viðburður sem haldinn var á HönnunarMars 2014. Verkefni sem felst í því að hafa áhrif á þankagang fólks um mat. Pop-up veitingastaður þar sem þú pantar ekki innihaldið heldur áhrifin. Dæmi af matseðli; í aðalrétt stóð til boða að panta sér eitthvað hollt fyrir heilann, blóðrásina eða vöðvana.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

Sjáumst í Kaldalóni, sal Hörpu, þriðjudaginn 23. september kl. 20:00!
















Yfirlit



eldri fréttir