Fréttir

18.9.2014

Hönnunarmiðstöð kynnir „nýja“ fyrirlestraröð í Hörpu



Hönnunarmiðstöð hefur undafarin ár staðið fyrir fyrirlestrum sem mælst hafa mjög vel fyrir hjá hönnuðum, áhugafólki um hönnun, fræðafólki, frumkvöðlum og fólki úr viðskiptalífinu. Þar er fjallað um hönnun og arkitektúr á mjög breiðu sviði allt frá listum til viðskipta og reynt að varpa ljósi á helstu strauma og stefnur.


Í ár kynnir Hönnunarmiðstöð Íslands fyrirlestraröð í samstarfi við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús sem haldnir verða á þriðjudögum kl. 20:00, mánaðarlega í vetur.

Hönnunarmiðstöð hefur jafnframt fengið til liðs við sig fyrirtækin Epal, Bláa Lónið, Össur og Samál til að standa að komu erlendra fyrirlesara. Því má gera ráð fyrir spennandi vetri, svo fylgist með.
 
Frítt er inn á fyrirlestrana og allir velkomnir!
















Yfirlit



eldri fréttir