Fréttir

30.9.2014

Samkeppni | Hönnun safnaðarheimilis að Kirkjuvöllum



Ástbjarnarsókn í Hafnarfirði í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar samkeppni um hönnun safnaðarheimilis að Kirkjuvöllum 1 í Hafnafirði auk þess sem óskað er eftir hugmyndum um skipulag lóðar þar sem innbyrðis tengsl safnaðarheimilis og kirkju eru gerð skil samkvæmt keppnislýsingu.


Keppnislýsing | Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu tillögurnar að mati dómnefndar, samtals að upphæð 5 milljónir króna.

Dómnefndina skipa Sigríður Sigurðardóttir, arkitekt, Erlendur Geir Arnarson vél- og iðnrekstarfræðingur, og Þórhallur Sigurðsson, arkitekt.

Skilafrestur tillagna er til 14. nóvember 2014. Áætlað er að framkvæmdir við safnaðarheimilið hefjist á haustmánuðum 2015 og verði lokið í desember 2016. Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna á heimasíðu Arkitektafélags íslands.


















Yfirlit



eldri fréttir