Kynning á möguleikum hönnuða í Kína á sér stað í Hönnunarmiðstöð Íslands miðvikudaginn 17. september kl. 12.00. Með kynninguna fer Fabio
Camastra, CEO, Asia Trading & Consulting og Brands2China, sem hefur
unnið við að markaðssetja ítölsk vörumerki á kínverskum markaði, þá
helst fyrir fatahönnuði.
Á kynningunni mun Fabio m.a. fjalla um tækifæri hönnuða í Kína, hvernig
best er að markaðssetja vörur á markaði af þessum skala, ræða
vörumerkjavernd, innflutningsleyfi, samskipti við framleiðsluaðila í
Kína, heimasíðugerð og val á dreifingaraðilum. Einnig kemur hann til með
að kynna þjónustu Asia Trading & Consulting sem aðstoðar fyrirtæki
við að koma sér inn á kínverskan markað.
Nánar um kínverska markaðinn
Kína er fjölmennasta ríki heims með um 1,4 milljarða íbúa. Efnahagslegur
vöxtur síðustu árin hefur verið mikill og um 400 milljónir Kínverja
teljast til millistéttar. Það er um það bil öll millistétt Evrópu og USA
til samans. kínverska millistéttin eyðir miklum peningum í neyslu og er
henni spáð hröðum vexti á komandi árum, eða um 10% á ári.
Millistéttinni fjölgar því sem nemur íbúafjölda Norðurlandanna á ári.
Millistéttin leitar meira og meira í vestrænar vörur. Þar á meðal
vestræn vörumerki. Kínverjar kaupa mikið á netverslunum jafnt sem í
venjulegum verslunum. Því er Kína líklega mest spennandi markaður
heimsins í dag. Tækifærin eru því nær óendanleg fyrir þá sem hafa dug
til að grípa þau. Íslendingar hafa fengið tollfrjálsan aðgang að þessum
risavaxna markaði. Fríverslunarsamningurinn sem tók gildi 1. júlí 2014
kveður á um niðurfellingu tolla á öllum helstu útflutningsafurðum
Íslendinga, í flestum tilvikum frá upphafsdegi gildistöku samningsins.
Eftirspurn eftir vestrænum lúxusvarningi er að vaxa í borgum landsins.
Helsta ástæðan sem gefin er fyrir kaupum á t.d. fatnaði, er að þetta eru
„alþjóðlegar vörur.“ Þó er aðdráttarafl alþjóðlegar vörumerkja að
minnka og aðrir þættir, eins og gæði, eru nú mikilvægari
viðskiptavininum. Mikilvægt er að vera með góðar og aðgengilegar
upplýsingar um vöruna á völdum miðlum í Kína. Kínverjar munu verða
stærstu notendur E-commerece á komandi árum og því er mikilvægt að
notfæra sér þau tæki til markaðssetningar.
brands2china.com
Hvetjum við alla sem stunda útflutning eða sjá tækifæri í að hefja útflutning að skoða þennan risastóra markað.
Hönnunarmiðstöð Íslands er staðsett í Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík. Verið velkomin!