Haustráðstefna Advania verður haldin í tuttugasta sinn þann 12. september næstkomandi í
Hörpu. Í ár er
ráðstefnan helguð framtíðinni og ávinningur af tækni framtíðarinnar
tekinn fyrir. Þar fara fyrirlesarar á heimsmælikvarða yfir það hvert
upplýsingatækni stefnir og hvaða áhrif sú stefna hefur á líf okkar og
störf.
Í fyrra komu um eitt þúsund fagmenn í upplýsingatækni og
stjórnendur saman á Haustráðstefnu og hlustuðu á fyrirlesara frá
leiðandi aðilum eins og t.d. MIT, Amason, Gartner, Microsoft, SAP og
IBM. Á dagskrá ráðstefnunnar í ár eru tuttugu og sjö almennir fyrirlestrar og fjórir lykilfyrirlesarar. En það eru þeir Magnús Scheving; frumkvöðull, Jim Grubb; aðstoðarforstjóri Cisco Systems, Þorsteinn B. Friðriksson; forstjóri og stofnandi Plain Vanilla Games og Jesper Ritsmer Stormholt, Nordic Country Manager, Google Enterprise.
Hægt er að kynna sér ráðstefnuna nánar á
heimsíðu Advania.
Mynd: Ragnar Blöndal.