Um helgina á sér stað European Ceramic Context 2014, sem er hluti af tvíæringi fyrir evrópska gler- og leirlist, haldin á dönsku eyjunni Borgmundarhólmi. Tvíæringurinn er stærsti viðburður á sviði keramiks í Evrópu, en þrír listamenn og hönnuðir voru valdir úr innsendum tillögum til að sýna fyrir Íslands hönd. Þeir eru Hildur Ýr Jónsdóttir, Hanna Dís Whitehead og Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Á eyjunni eru haldnar 2 stórar sýningar með verkum eftir 95 listamenn frá 30 mismunandi löndum. Annars vegar er það Ceramic Art; fyrir hönnuði og keramiklistamenn sem starfað hafa í lengri tíma, haldin í Bornholm Kunstmuseum í Gudhjem og hins vegar New Talent; þar sem sýnd eru verk eftir hönnuði og listamenn sem vinna með keramik á skapandi hátt og eru yngri en 35 ára, haldin í Gronbechs Gard.
Vegleg verðlaun eru í boði en sérstök valnefnd velur einn listamanna á hvorri sýningu sem hún telur skara framúr. Hljóta vinningshafar 10. 000 Evrur að launum, eða um 1,5 milljón íslenskra króna.
Fulltrúar Íslands, þær Hildur Ýr, Hanna Dís og Ingibjörg verða viðstaddar við opnanir sýninganna laugardaginn 14. september, en þá er jafnframt tilkynnt hverjir hljóta hin veglegu verðlaun.
Hildur Ýr Jónsdóttir, skartgripahönnuður og sýnir í Bornholm Kunstmuseum. Hildur Ýr hefur unnið að hluta til frá útskrift frá skartgripadeild Gerrit Rietveld Academy með postlín í sínum verkum. Hildur Ýr vinnur með efnið á tilraunakendan og áhugaverðan hátt. Sýnir hún hálsmen úr postulíni og gifsi og nælu unnið úr gasbrendu postulíni.
Hanna Dís Whitehead sýnir verk sín á sýningunni New Talent í Gronbechs Gard. Hanna Dís útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Design Academy Eindhoven og hefur verið að vinna með keramik í mörgum verkefnum og hefur þróða áhugaverðar aðferði við að byggja upp og tengja saman form og notkunar möguleika. Hanna Dís sýnir tvö verkefni, Dialog ílát - sem var frumsýnt í SPARK design space árið 2012 og verkefnið Fortíð í Nútið sem var kynnt í Hannaserholti á Hönnunarmars nú ár.
www.hannadiswhitehead.com
Ingibjörg Guðmundsdóttir sýnir einnig verk sín á sýningunni New Talent í Gronbechs Gard. Ingibjörg lauk BFA í keramiki frá Listháskólanum í Bergen eftir nám í Mótun við Myndlistaskólan í Reykjavík. Hún hefur aðalega unnið skúlptúra og innsetningar í leir og postulín eftir útskrift og hefur sýnt verk sín víða.
Tvö verk Ingibjargar verða á sýningunni, annað er skúlptúr úr innsetningunni Hugarfóstur, en hitt er verk sem hún vann á keramik vinnustofunni Guldagergaard í Danmörku.
ingagumma.net
Nánari upplýsingar:
www.europeanceramiccontext.com
Myndir: í eigu Hildar, Hönnu og Ingibjargar.