Fréttir

14.9.2014

Auglýst eftir grafískum hönnuði


Aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvar vinna nú að nýju tímariti um hönnun og arkitektúr á Íslandi. Til verksins vantar frumlegan og metnaðarfullan grafískan hönnuð sem hefur brennandi áhuga á því að vinna að útliti og uppsetningu tímaritsins. Stefnt er að fyrstu útgáfu í byrjun nóvember og mun hönnuður vinna í nánu samstarfi með ritstjóra tímaritsins.

Áhugasamir eru beðnir um að senda inn starfsferilsskrár og rafrænar verkefnamöppur eða krækju á heimasíðu. Að auki eru umsækjendur beðnir um að skila texta (eitt A4 blað) þar sem þeir gera grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi til að vinna verkefnið. Ritstjóri og ritstjórn tímaritsins munu hitta hönnuði og í kjölfarið verður samið um samstarf.

Umsóknarfrestur er til og með 18. sept 2014. Innsendingar skulu sendar á ritstjorn@honnunarmidstod.is
















Yfirlit



eldri fréttir