Mojoko & Shang Liang | Gagnvirkur veggur/Reactive Wall, 2010.
Laugardaginn 6. september opnar sýning á verkinu Gagnvirkur veggur Í
Listasafni Reykjavíkur. Verkið er eftir listamennina Stewe Lawler og
Shang Liang og er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist
og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda.
Steve Lawler sem gengur undir
listamannanafninu Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um
forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað,
blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi
eða hljóðstyrk.
stevelawler.com
Listasafn Reykjavíkur er opið daglega frá kl. 10:00 - 17:00 og fimmtudaga til kl. 20:00.
Sýningin er opin til 19. október.