Fréttir

28.8.2014

Sýning | Votlönd í Norræna húsinu


Laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00 opnar sýningin Votlönd í sýningarsal Norræna hússins. Að sýningunni stendur hópur íslenskra og finnskra listakvenna sem áður hefur sýnt bæði á Íslandi og í Finnlandi. Kveikjan að samstarfinu var áhugi fyrir samtali um keramik á breiðum grundvelli og þróun fagsins í báðum löndum.

Mýrin varðveitir minningar, hluti, lífsform, jarðlög, liti. Hún umvefur fuglana sem verpa og ala upp unga, frjósemi hennar veitir  gróandanum  næringu, skordýrin kunna sér ekki læti í votlendinu. Hún er líka varhugaverð og getur gleypt það sem sekkur í hana en um leið varðveitir hún það um alla eilífð.

Mýrina nálgast listakonurnar á margvíslegan hátt eins og verkin á sýningunni bera ótvírætt vitni um.

Sunnudaginn 31. ágúst verða sýnendur  með  leiðsögn um sýninguna, en þeir eru:

Guðný Hafsteinsdóttir
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Sigurlína Osuala
Hannamaija  Heiska
Jaana Brick
Merja Ranki
Päivi Takala

Sýningarsalur Norræna hússins er opinn þri. - sun. frá kl. 12:00-17:00.

Sýningin stendur frá 30. ágúst til 21. september.




















Yfirlit



eldri fréttir