Fréttir

12.9.2014

Óskað er eftir innsendum greinum í Mænu



Mæna er ritrýnt tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Nú er óskað eftir greinum vegna næstu útgáfu, í mars 2015, en skilafrestur á innsendum greinum er 22. september 2014. Þemað að þessu sinni er kerfi.


Kerfi

Kerfi geta verið margskonar og ýmislegt kemur til greina: Tauga- og meltingarkerfi, metrar og aðrar mælieiningar, lýðræði, sólkerfi, tölvukerfi og lagakerfi, formgerð, mannvirki, stofnanir, skipulag, raðir, hagræðing, net, tilhögun, uppsetningar, aðferðir, tæknikerfi, framkvæmdir, þróunarferli, burðarstoðir, mynstur, formúlur, venjur, siðir, rökfræði, gangvirki, sjálfbærni, keðjuverkun og virðingarröð eða valdastrúktúr – svo eitthvað sé nefnt.

Tímaritið Mæna tekur við greinum frá rannsóknaraðilum og fagaðilum á mismunandi sviðum – fræða- eða menntasviðum, út frá hugmyndafræði eða iðnaði, sem settar eru í samhengi við grafíska hönnun. Grafísk hönnun og myndlýsingar eru áhrifaríkar og hægt er að ná góðum árangri þegar ólík fagsvið koma að þeim á sameiginlegum grunni. Þegar unnið er þvert á aðrar faggreinar ætti helsta markmið að vera arðbær samvinna sem stuðlar að jákvæðum áhrifum.

Ritsjórn

Birna Geirfinnsdóttir, lektor, fagstjóri í grafískri hönnun, ritstjóri.
Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt, hönnunartjóri.
Dóra Ísleifsdóttir, prófessor, fagstjóri MA náms í hönnun, ráðgjafi.
Aðrir meðlimir stjórnar kynntir síðar.

Ferli

Greinar fylgja eftirfarandi viðmiðum:
Rannsóknargrein (2500–3000 orð)
Greining, rannsóknarverkefni (inniheldur rannsóknarspurningu, aðferðafræði og þar sem við á niðurstöður).
Umfjöllun (2000–2500 orð)
Tiltekið mál/atriði tekið fyrir og rætt.
Skýrsla (1500–2000 orð)
Greinir frá eða bendir á ákveðna þróun innan ákveðinnar greinar.

Allar greinar ættu að innihaldað í það minnsta 80% upprunulegt efni og ættu ekki að hafa komið út annarsstaðar.

Skilafrestur á innsendum greinum er 22. september 2014
Innsent efni ætti að innihalda: textann ásamt myndum (þar sem fram kemur leyfi fyrir birtingu og myndatextar.

Móttaka verður staðfest innan fimm vinnudaga.
Vinsamlegast hafið samband ef þörf er á frekari upplýsingum:
Birna Geirfinnsdóttir, birnageirfinns@lhi.is

Stílsnið

Tilvitnanir
Notið íslenskar gæsalappir þegar bein tilvitnun er annars vegar. Gætið þess að vísa þá í heimild, t.d. með því að nota footnotes. Notið það heimildaskráningakerfi sem ykkur hentar best.

Nöfn

Notið skáletranir fyrir bækur, kvikmyndir, nöfn á tímaritum, höfundaverk o.s.frv.

Tölur
Tölur frá einum uppí níu ætti að skrifa út, fyrir tölur frá 10 og upp ætti að nota tölustafi.

Punktur
Notið eingöngu eitt stafabil á eftir punkti.

Ritrýni

Valdar greinar og skýrslur verða ritrýndar af meðlimum ritstjórnar, hver grein verður lesin af minnst tveimur meðlimum.

Við ritrýni verður lögð áhersla á hvort grein eða skýrsla sér nægilega vel uppbyggð, og hvort viðeigandi sé að gefa hana út í næsta tölublaði Mænu.

Ritstjórn Mænu fer yfir greinar og skrifar athugasemdir.Að lokinni yfirferð fær höfundur skilaboð innan ákveðins tímaramma varðandi eftirfarandi:
• grein samþykkt án athugasemda.
• grein samþykkt með minniháttar athugasemdum.
• grein hafnað.

Að lokum er það í höndum höfunda að skila inn prófarkarlesinni grein ásamt myndaleyfi þar sem við á.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru trúnaðarmál.
Við yfirlestur verður eftirfarandi haft í huga: tilgangur greinar, hvort umfjöllunarefni falli undir þessa árs þema Mænu, hverjum greinin er ætluð.

Trúnaður

Allt yfirferðarferlið er unnið í trúnaði. Ritstjórn skal ekki ræða greinar eða yfirlestur utan ritstjórnar. Athugasemdir eru unnar af hreinskilni og gagnrýni, en gæta skal orðalags.
Það er í höndum ritstjórnar að senda ákvörðun stjórnar og athugasemdir til höfunda. Ritstjórnin tekur ákvarðanir varðandi útgáfu. Höfundar fá prentað eintak af Mænu við útgáfu.

mæna.is
www.facebook.com/is.maena
















Yfirlit



eldri fréttir