Fréttir

8.7.2014

Nýtt starfsfólk í Hönnunarmiðstöð



Þrír nýir starfsmenn hefja störf Hönnunarmiðstöð í ágúst. Um er að ræða stöðu verkefnastjóra í Hönnunarmiðstöð, verkefnastjóra HönnunarMars og ritstjóra nýs tímarits um hönnun og arkitektúr.

Ólöf Rut Stefánsdóttir hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra í Hönnunarmiðstöð. Ólöf tekur við starfi Ástríðar Magnúsdóttur, sem hefur sinnt starfinu síðustu tvö ár. Ólöf útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2013 en hún hefur einnig lagt stund á ritlist í Háskóla Íslands. Ólöf starfaði m.a. sem blaðamaður hjá Monitor og koma að endubótum á vefnum monitor.is.

Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra HönnunarMars. Sara tekur við starfi Greips Gíslasonar sem hefur sinnt starfinu frá árinu 2009. Sara er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun, m.a. hjá Jónsson & Le'macks við gerð markaðsefnis auk framleiðslu sjónvarpsviðuburða og auglýsinga. Sara er jafnframt einn af stofnendum og umsjónarmönnum heimildakvikmyndahátíðarinnar Skjaldborg.

Arnar Fells Gunnarsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu ritstjóra nýs blaðs um hönnun og arkitektúr. Arnar Fells er grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur m.a. rekið tvö fyrirtæki, auglýsingastofunna Föðurlandið sem hann stýrði í fimm ár og tónleikastaðinn Faktorý. Hann hefur verið búsettur í Hollandi undanfarið ár. Þar hefur hann unnið að margsskonar hönnunartengdum verkefnum, þar á meðal fyrir ICAF Community Art Festival í Rotterdam.

Mikil aðsókn var í öll þess störf og barst gríðarlegu fjöldi umókna mjög hæfra einstaklinga. Við þökkum öllum umsækjendum sýndan áhuga á störfunum á sama tíma og við bjóðum nýtt starfsfólk hjartanlega velkomið til starfa.
















Yfirlit



eldri fréttir