Frestur til að skila inn umsóknum vegna samstarfsverkefna í menningarflokki Creative Europe er 1. október nk. Minnst 3 lönd þurfa að vera í samstarfi um verkefni og geta verkefnin gengið þvert á listgreinar.
Mikilvægt er að hefja leit að samstarfsaðilum tímanlega, sjá gagnagrunn
cultura.cedesk.beniculturali.it/partnersearch.
Á vefnum er hægt að skoða þau verkefni sem leita að samstarfsfélögum og einnig skrá eigin verkefnahugmyndir.
Nánar um Samstarfsverkefni
hér.
Markmið
-
Að styðja samstarf á evrópska vísu, menningu og skapandi greinar
-
Styðja útbreiðslu á menningu og listum
-
Styðja ferðir listamanna milli landa (ferðir tilheyra verkefnum)
-
Auðvelda aðgengi að evrópskum listum og reynt að ná til stærri áheyrenda-/áhorfendahópa
Aðrar áherslur Creative Europe
-
Styðja listsköpun og nýbreytni á öllum sviðum menningar
-
Ýta undir þróun, þekkingu og getu til að aðlagast rafrænni tækni
-
Styðja nýja nálgun í að stækka áhorfenda-/áheyrendahópa.
-
Styrkja gerð nýrra viðskipta – og stjórnunarmódela
-
Koma á alþjóðlegu samstarfi og starfsþróun í ESB og víðar
-
Auka fagleg tækifæri listamanna
-
Styðja skipulagningu á alþjóðlegum menningarviðburðum eins og t.d. farandsýningum/viðburðum, hátíðum, sýningum o.fl.
-
Styrkja kynningar á evrópskum bókmenntum
-
Ýta undir áhuga og almenna þátttöku í menningu og skapandi greinum.
Flokkur 1
Minni verkefni, a.m.k. 3 landa samstarf. Verkefnin eru styrkt allt að 200.000 evrum sem eru 60% af heildarkostnaði.
Flokkur 2
Stærri verkefni a.m.k. 6 landa samstarf. Verkefnin geta verið styrkt allt að 2.000.000 € sem væri 50% af heildarkostnaði verkefnis.
Verkefni í flokkum 1 og 2 geta staðið yfir í allt að fjögur ár.