Fréttir

8.6.2014

Sýning | Vítamín Náttúra



Anna Birna Björnsdóttir, lauk nýverið meistaranámi frá Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi og hreppti útskriftarverðlaunin við það tilefni. Sýning á útskriftarverkefni hennar, Vítamín Náttúra, er til sýnis í Listasafni Árnesinga frá 29. maí – 6. júlí 2014.

Lokaverkefni hennar, Vítamín Náttúra, fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti og er líkan að endurhæfingarstöð fyrir fjölskyldur. Anna Birna, sem ólst upp í Hveragerði hefur staðsett stöðina við lítinn foss sem heitir Baula, rétt fyrir ofan Hveragerði. Þar er hægt að baða sig í ánni og við lítinn hver sem hitar upp vatnið. Náttúran á svæðinu er hluti hönnunarinnar og notuð sem meðferðarúrræði. Vítamín Náttúra er sett upp í Listasafni Árnesinga í tengslum við Blómstrandi daga í Hveragerði.

Safnið er opið alla dag kl. 12-18 og aðgangur er ókeypis.

Nánari upplýsingar á vefsíðu safnsins www.listasafnarnesinga.is
















Yfirlit



eldri fréttir